Auður Íris Ólafsdóttir er hætt þessa leiktíðina í körfuknattleik en þetta staðfesti hún við Karfan.is í Ljónagryfjunni í dag á viðureign Skallagríms og Njarðvíkur.

Auður kvaðst ekki ósátt við spilatíma eða annað þvíumlíkt og sagði mikið og gott starf vera unnið í Borgarnesi. Hún ætlaði sér að horfa til annarra hluta núna út þessa leiktíð og mæta svo í slaginn aftur á næsta tímabili.

Mynd úr safni/ Auður í leik með Skallagrím fyrr á tímabilinu en hún samdi í sumar við Borgnesinga.