Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem framlengja varð viðureign Washington Wizards og Sacramento Kings. Wizards höfðu að endingu sigur 101-95 en þetta var tíundi sigurleikur Wizards á tímabilinu. Bradley Beal gerði 31 stig í liði Wizards og Johan Wall daðraði við þrennuna með 19 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst.

Þá lentu Golden State Warriors í basli með Atlanta Hawks en mörðu 105-100 sigur á gestum sínum. Kevin Durant og Stephen Curry voru báðir með 25 stig hjá Warriors og Durant auk þess með 14 fráköst en hjá Atlanta var Þjóðverjinn Dennis Schröder með 24 stig og 6 stoðsendingar. 

Þá var Russell Westbrook ekkert að gantast í nótt með 27 stig, 18 fráköst og 14 stoðendingar í 103-112 útisigri Oklahoma gegn New York.

Úrslit næturinnar:
 

Washington 101-95 Sacramento
Toronto 122-95 Philadelphia
New York 103-112 Oklahoma
Miami 104-112 Boston
Memphis 85-104 Charlotte
Minnesota 103-112 Utah
Golden State 105-100 Atlanta