Tveir leikir eru í Dominos deild karla, einn í 1. deild karla og einn í bikarkeppni kvenna í kvöld. Helstan er þar að nefna leik Þórs frá Þorlákshöfn og KR í DHL höllinni, en þar eru á ferðinni lið sem hafa tvisvar mæst í úrslitaleikjum á þessu ári. KR fór með sigur af hólmi í Laugardalshöllinni í bikarúrslitaleik síðasta árs á meðan að Þór sigraði í leik um hver væri meistari meistaranna í byrjun þessa tímabils.
Leikir dagsins
Dominos deild karla:
Þór Ak. Haukar – kl. 19:15 í beinni útsendingu Þór Tv
KR Þór Þ. – kl. 20:00 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport
Bikarkeppni kvenna:
Breiðablik Fjölnir – kl. 19:15
1. deild karla:
Hamar Breiðablik – kl. 19:15