Heil umferð er í Dominos deild kvenna í kvöld. Helstan ber þar að nefna toppslag Snæfells og Skallagríms. Bæði deila liðin toppsætinu með Keflavík fyrir leikinn. Þetta er annar leikur liðanna í vetur, en þann fyrri vann Skallagrímur 73-62 í Borgarnesi, 5. október síðastliðinn í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:05.

 

Hérna er staðan í deildinni

 

Leikir dagsins:

Haukar Grindavík – kl. 19:15

Stjarnan Keflavík – kl. 19:15

Snæfell Skallagrímur – kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Valur Njarðvík – kl. 19:15