Þrír leikir fóru fram í 1. deildum karla og kvenna. Kvennalið KR gjörsigraði b lið Keflavíkur í TM höllinni í Keflavík, en liðin eru enn í 3. og 4. sæti deildarinnar eftir leikinn. Þá sigraði karlalið Fjölnis lið Hamars og Valur vann áður taplaust lið Hattar. Fjölnir og Höttur deila því toppsæti deildarinnar eftir leikinn hvort með 6 sigra og 1 tap.

 

Úrslit kvöldsins:

 

1. deild kvenna:

Keflavík b 51 – 81 KR 

Rannveig Ólafsdóttir atkvæðamest fyrir KR með 19 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Fyrir heimastúlkur í Keflavík var Andrea Einarsdóttir atkvæðamest með 16 stig og 5 fráköst.

Tölfræði leiks

Staðan í deildinni

 

 

1. deild karla:

Fjölnir 107 – 75 Hamar 

Collin Anthony Prior atkvæamestur fyrir heimamenn með 18 stig, 22 fráköst, 8 fráköst og 4 stolna bolta. Fyrir gestina úr Hveragerði dróg Christopher Woods vagninn með 32 stig, 15 fráköst og 3 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

 

Valur 86 – 77 Höttur 

Fyrsta tap Hattar í vetur. Deila toppsætinu því eftir leikinn með Fjölni. Illugi Auðunsson atkvæðamestur fyrir heimamenn í Val með 13 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir gestina var það Mirko Stefan Virijevic með 19 stig, 15 fráköst og 2 stoðsendingar

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Staðan í deildinni

 

Mynd / Bára Dröfn