?

Það hafa oft verið spennandi bardagar á milli Snæfells og Vals í Dominosdeild kvenna og fyrir leikinn var ekkert sem hefði átt að breytast þar en Valsstúlkur mættu aðeins átta til leiks sem virtist ekki há þeim í leiknum sem þær sigruðu í framlengingu 73-80.

 

 

Gróflega

Guðbjörg, Dagbjört S og Hallveig héldu uppi öflugum leik Vals sem voru komnar í 13-21 eftir að staðan var 13-13. Snæfellsstúlkur vöknuðu þá aðeins og náðu að klóra sig nær en voru undir í lok fyrsta hluta og staðan 20-23. Linur varnarleikur Snæfells gegn föstum varnarleik Vals gerði gæfumunin fyrir gestina en Snæfell reyndu að redda stigamuni á þristum sem duttu alls ekki og sóknarleikur þeirra langt þeirra takti. Valur komust í 9 stiga forskot 30-39 og leiddu í hálfleik 36-42. Snæfell komu dýrvitlausar í þriðja leikhluta og byrjuðu 11-0 og komust í fyrsta skipti yfir í leiknum 47-42. Snæfellsstúlkur stungu alls ekki af þó þær næðu betri tökum á sínum leik og leikurinn jafn og spennandi og munaði einu stigi á liðunum sem skiptust á að leiða um miðjan fjórða hluta. Leikurinn endaði 66-66 og því framlengt í þvílíkum spennuleik og Snæfell voru búnar að missa Gunnhildi Gunnarsdóttur útaf með 5 villur. Valur rak smiðshöggið í flottan leik sinn og fóru með sigur af hólmi 73-80.

 

Þáttaskil

Sú staðreynd að Valsstúlkur komu tilbúnari í þennan leik en nokkru sinni og létu virkilega til sína taka voru þáttaskil útaf fyrir en svo kom 11-0 kafli Snæfells í þriðja hluta sem jafnaði leikinn en það var svo jafnt að framlengja þurfti svo að það var þar sem úr því væri skorið hvar þáttaskilin skildi. Valsstúlkur nánast hittu úr öllu og Snæfell áttu engin svör í varnarleik sínum sem hafði aldrei náð neinum hæðum í leiknum. Valur kláruðu flottan leik í framlengingunni sem gaf þeim sjaldséða sjón en elstu menn muna vart hvenær Snæfell tapaði í Hólminum síðast.

 

Hetja leiksins

Hallveig Jónsdóttir var að spila einkar vel með 20 stig og var hlekkur í gríðalegra sterkri heild Valsstúlkna sem allar geta tekið hetjustig til sín.

 

Tölurnar telja

Valur voru búnar að setja 66% 4 af 6 í þristum niður í fyrsta hluta, voru að hitta vel og frákasta helmingi betur en Snæfell með 13 á móti 7.  Snæfell var að vinna með 2 af 18 alls 11% í þristum í öðrum hluta sem sagði margt um hikandi sóknarleik þeirra og góðan varnarleik Vals. Valsstúlkur voru betri á flestum flötum leiksins. Snæfell reyndu 36 þrista og settu 6. Stigahæst Snæfells var Aaryn Ellenberg-Wiley með 33 stig, 7 fráköst og 9 stolna bolta. Hjá Val var Hallveig Jónsdóttir með 20 stig og Guðbjörg Sverrisdóttir var að spila feiknar vel, endaði með 17 stig.

 

Tölfræði leiks

 

 

Umfjöllun / Símon B Hjaltalín