Þór Akureyri tyllti sér á toppinn í 1. deild kvenna með góðum sigri á Breiðablik í kvöld. Breiðablik byrjaði leikinn betur en Akureyringar komu sterkar til baka og gáfu forystuna aldrei eftir. 

 

Leiknum lauk með 62-71 sigri gestanna í Þór en Fanney Lind Thomas var frábær í liðinu með 22 stig og 14 fráköst. 

 

Breiðablik-Þór Ak. 62-71 (16-19, 9-14, 17-15, 20-23)
http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=94075&game_id=3526337 
Breiðablik: Telma Lind Ásgeirsdóttir 24/6 stolnir, Sóllilja Bjarnadóttir 17/6 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 10/19 fráköst, Shanna Dacanay 6, Inga Sif Sigfúsdóttir 5, 

Þór Ak.: Fanney Lind G. Thomas 22/14 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 15/19 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 14, Thelma Hrund Tryggvadóttir 13, Hrefna Ottósdóttir 4, Heiða Hlín Björnsdóttir 3/5 fráköst,  Erna Rún Magnúsdóttir 0/10 fraköst/9 stoðsendingar. 


Staðan:      Stig
1 Þór Ak.     8
2 Breiðablik  8
3 KR          4
4 Keflavík b 2
5 Fjölnir    0


 

Mynd / Bjarni Antonsson