Heil umferð fór fram í Domino´s-deild kvenna í kvöld og bar það hæst að Snæfell lá heima þegar Valskonur komu í heimsókn og ef okkur skjátlast ekki er þetta fyrsti ósigur Hólmara á heimavelli síðan 15. mars 2015! Þá burstaði Keflavík Hauka, Njarðvík gerði sigurför til Garðabæjar og nýliðar Skallagríms náðu í sigur gegn Grindavík í Mustad-Höllinni í Grindavík.

Eftir þessa tíundu umferð í kvöld er Keflavík eitt liða á toppi deildarinnar með 16 stig en Snæfell og Skallagrímur eru saman í 2.-3. sæti með 14 stig og Njarðvíkingar í 4. sæti með 10 stig. Þessi fjögur lið færu í úrslitakeppnina ef blásið yrði til hennar í dag. Nóg eftir í pokanum og ljóst að baráttan um deildarmeistaratitilinn harðnar með hverri umferðinni.

Úrslit kvöldsins:

Haukar 46-76 Keflavík
Snæfell 73-82 Valur
Stjarnan 74-83 Njarðvík
Grindavík 61-72 Skallagrímur

Grindavík-Skallagrímur 61-72 (15-7, 18-20, 17-26, 11-19)
Grindavík:
Ashley Grimes 36/14 fráköst/3 varin skot, María Ben Erlingsdóttir 9/13 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 5, Ingibjörg Jakobsdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 2/5 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 1/5 fráköst, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Petrúnella Skúladóttir 0/8 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0.
Skallagrímur: Tavelyn Tillman 29/11 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/7 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/12 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Fanney Lind Tomas 6/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 4/10 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Ragnheiður Benónísdóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0/5 fráköst, Arna Hrönn Ámundaóttir 0.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson

Stjarnan-Njarðvík 74-83 (20-19, 16-23, 19-18, 19-23)
Stjarnan:
Danielle Victoria Rodriguez 25/10 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 23/11 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 7, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 6, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 4, Hafrún Hálfdánardóttir 2/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 1/4 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 0, Sigrún Guðný Karlsdóttir 0.
Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 50/18 fráköst/5 stoðsendingar, María Jónsdóttir 8/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 6, Björk Gunnarsdótir 6/7 fráköst/5 stoðsendingar, Árnína Lena Rúnarsdóttir 5, Soffía Rún Skúladóttir 5/4 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 3, Svala Sigurðadóttir 0, Erna Freydís Traustadóttir 0, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0/6 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Þorkell Már Einarsson

Snæfell-Valur 73-82 (20-23, 16-19, 20-9, 10-15, 7-16) 
Snæfell:
Aaryn Ellenberg-Wiley 33/7 fráköst/9 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 13/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 3, Andrea Björt Ólafsdóttir 0/4 fráköst, María Björnsdóttir 0/6 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0.
Valur: Hallveig Jónsdóttir 20, Guðbjörg Sverrisdóttir 17/4 fráköst, Mia Loyd 15/25 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 11, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 0, Nína Jenný Kristjánsdóttir 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Halldor Geir Jensson

Haukar-Keflavík 46-76 (8-22, 9-17, 11-26, 18-11)
Haukar:
Kelia Shelton 15/12 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 12, Rósa Björk Pétursdóttir 11/4 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 4/4 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 0, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0, Sigrún Björg Ólafsdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 0, Thelma Rut Sigurðardóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0.
Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 17/5 fráköst/7 stolnir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 13/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 9, Ariana Moorer 9/12 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8/5 fráköst/5 varin skot, Irena Sól Jónsdóttir 7, Elsa Albertsdóttir 6/5 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/6 fráköst/5 stoðsendingar, Andrea Einarsdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 1, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0/4 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 0/4 fráköst.
Dómarar: Steinar Orri Sigurðsson, Georgia Olga Kristiansen

Deildarkeppni

 
Nr. Lið U/T Stig
1. Keflavík 8/2 16
2. Snæfell 7/3 14
3. Skallagrímur 7/3 14
4. Njarðvík 5/5 10
5. Stjarnan 4/6 8
6. Valur 4/6 8
7. Haukar 3/7 6
8. Grindavík 2/8 4

Ljósmynd/ Bára Dröfn