Ungum leikmönnum Los Angeles Lakers er ekki spáð góðu gengi í vetur. Það kom þó ekki í veg fyrir að þeir færu nokkuð illa með meistaraefnin, ofuliðið, Golden State Warriors á heimavelli í nótt, 97-117. Leikurinn var hreint hræðilegur fyrir lið Warriors. Lið sem að á að vera þekkt fyrir að vera eitt besta þriggja stiga skotliða síðustu ára skaut aðeins 15.7% úr djúpinu í þessum leik á meðan að fyrir heimamenn var sú prósenta öllu eðlilegri, 27%.

 

Atkvæðamestir fyrir heimamenn voru þeir Julius Randle með 20 stig og 14 fráköst og Larry Nance jr. með 12 stig og 9 fráköst. Fyrir gestina frá Oakland var það stórstjarnan Kevin Durant sem að dróg vagninn með 27 stigum og 5 fráköstum.

 

Eftir leikinn eru Lakers í 5.-8. sæti deildarinnar með 3 sigra og 3 töp á meðan að Warriors eru sæti ofar í 2.-4. sæti með 4 sigra og 2 töp.

 

Tölfræði leiks

 

Hérna má sjá það helsta úr leiknum:

 

 

Hérna má sjá Larry Nance setja niður hamarinn á leikmenn Warriors í leiknum: