Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og varð að tvíframlengja viðureign Brooklyn Nets og LA Clippers. Heimamenn í Nets höfðu betur 127-122. 

Chris Paul kom leiknum í framlengingu eftir venjulegan leiktíma með þrist þegar 1,8 sekúndur lifðu leiks.Aftur var það svo þristur sem hélt Clippers á lífi en Crawford skellti einum niður með 10 sekúndur eftir af fyrri framlengingu og ekki meira skorað þar. Sean Kilpatrick gerði svo útslagið með 13 sekúndur eftir af leiknum er hann kom Nets í 126-122 og Clippers áttu ekki afturkvæmt eftir það. Kilpatrick fór mikinn í leiknum með 38 stig og 14 fráköst en Chris Paul klukkaði inn þrennu með 26 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar.

Þá máttu meistarar Cleveland Cavaliers fella sig við tap á útivelli gegn Milwaukee Bucks 118-101. The Greek Freak Giannis Antetokounmpo gerði 34 stig og tók 12 fráköst í liði Bucks en LeBron James var með 22 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar hjá Cavs. 

Öll úrslit næturinnar:

Hornets 89-112 Pistons
Nets 127-122 Clippers (tvíframlengt)
Bucks 118-101 Cavaliers
Pelicans 105-88 Lakers
Spurs 83-95 Magic
Jazz 120-101 Rockets