Tveir leikir eru í dag í Dominos deild karla og þrír í fyrstu deildinni. Helstan ber þar að nefna toppslag eina taplausa liðs efstu deildarinnar Stjörnunnar og Þórs í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Bæði hafa liðin spilað fantagóðan körfubolta það sem af er tímabili og verður spennandi að sjá hvort þessara liða nær að næla í sigurinn í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu kl. 20:00 á Stöð 2 Sport.

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild karla:

Haukar ÍR – kl. 19:15

Þór Þ. Stjarnan – kl. 20:00 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

 

1. deild karla:

Breiðablik ÍA – kl. 19:15

Ármann Vestri – kl. 19:15

Valur Höttur – kl. 19:30