Einn af stórleikjum 32-liða úrslita Maltbikarsins fer fram í TM-Höllinni í Keflavík í kvöld þegar heimamenn taka á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík. Keflavík varð bikarmeistari síðast árið 2012 en Njarðvík árið 2005.

Síðast þegar liðin áttust við í bikarkeppninni var það árið 2013 þegar Keflavík sló Njarðvík út í 8-liða úrslitum 102-91.

Ef við skoðum liðin í dag er Keflavík í 4.-6. sæti Dominos´deildarinnar með 6 stig eftir 5 umferðir en Njarðvík er í 7.-9. sæti með 4 stig. Liðin áttust við í Ljónagryfjunni í fyrstu umferð þar sem Keflavík fór með 82-88 sigur af hólmi. 

Ljóst er að vel verður mætt í TM-Höllina í kvöld enda ávallt von á fjöri þegar þessir fornu fjendur mætast. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir gengi liðanna í bikarnum frá því þau mættust síðast í bikarkeppninni (2013).

Njarðvík 
(Hefur átta sinnum orðið bikarmeistari – síðast 2005)

2015-2016 – Duttu út í 8-liða úrslitum 90-74 gegn KR
2014-2015 – Duttu út í 16-liða úrslitum 77-58 gegn Skallagrím
2013-2014 – duttu út í 8-liða úrslitum 78-77 gegn Grindavík
2012-2013 – duttu út í 8-liða úrslitum 102-81 gegn Keflavík

Keflavík 
(Hefur sex sinnum orðið bikarmeistari – síðast 2012)

2015-2016 – Duttu út í undanúrslitum 100-79 gegn Þór Þorlákshöfn
2014-2015 – Duttu út í 8-liða úrslitum 111-90 gegn KR
2013-2014 – Duttu út í 16-liða úrslitum 68-72 gegn Grindavík
2012-2013 – Duttu út í undanúrslitum 83-84 gegn Grindavík