Hannes S. Jónsson og Jóhannes Páll Sigurðarson vörumerkjastjóri Malt hjá Ölgerðinni drógu í dag í 16-liða úrslit Maltbikars karla í Laugardal. Þrír úrvalsdeildarslagir komu upp úr handfarangri Fals Harðarsonar sem að öllu jöfnu er kölluð bikarskálin fræga.

Keflavík og Þór Þorlákshöfn, Grindavík-ÍR og svo Þór Akureyri-Tindastóll eru úrvalsdeildarslagirnir sem verða í boði í 16-liða úrslitum. Þá er ljóst að lið úr neðri deildum mun ná inn í 8-liða úrslit þar sem Njarðvík b mætir Hetti og FSu mætir Sindra.

16-liða úrslit karla – Maltbikarinn 2016

Njarðvík b – Höttur
Keflavík – Þór Þorlákshöfn
Valur – Skallagrímur
FSu – Sindri
Grindavík – ÍR
Haukar – Haukar b
Þór Akureyri – Tindastóll
KR – Fjölnir

Dregið verður saman í 8-liða úrslit í desember en leikirnir í 16-liða úrslitum karla fara fram dagana 4. og 5. desember næstkomandi. Einn leikur í 16-liða úrslitum verður í beinni hjá RÚV þann 4. desember kl. 16. Hvaða leikur það verður skýrist á næstunni.

Mynd/ nonni@karfan.is – Jóhannes Páll frá Ölgerðinni t.v. og t.h. er Hannes S. Jónsson formaður KKÍ vopnaður Maltflösku en hann bar fyrir sig bundnu máli við tilefnið:
„Víst ávallt þeim vana halt,
að spila körfu
…og drekka Malt.“