Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tók fyrir þrjú mál í vikunni. Reggie Dupree hlaut þar áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og Keflavíkur þann 28. október síðastliðinn.

Þá voru Gunnar Andri Viðarsson leikmaður Vals í unglingaflokki karla og Yima Chia Kur leikmaður Vestra einnig áminntir vegna háttsemi sinnar í leikjum á dögunum.