Þrír leikmenn hafa sett sjö þrista í einum og sama leiknum þetta tímablið en það eru þeir Guðmundur Jónsson, Keflavík, Brynjar Þór Björnsson, KR og Tómas Heiðar Tómasson, Stjarnan.
Brynjar Þór var með 7 þrista í 98-78 sigri KR gegn Tindastól, Guðmundur Jónsson skellti í sjö þrista í gær í 101-79 sigri Keflavíkur gegn Tindastól og Tómas Heiðar gerði 7 þrista í 99-82 sigri Stjörnunnar gegn Keflavík.
Af þessum þremur leikmönnum er Brynjar Þór með bestu þriggja stiga prósentuna eða 45,83% fyrstu fimm umferðirnar en hann er þó aðeins í 4. sæti í prósentulistanum.
Tómas Heiðar er í 11. sæti með 41,67% og Guðmundur í 25.-28. sæti með 33,33%