Tveir leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. Haukar gjörsigruðu lið Keflavíkur á heimavelli sínum í Hafnarfirðinum með 96 stigum gegn 76 og Tindastóll sigraði Þór í Þorlákshöfn í æsispennandi leik með 95 stigum gegn 92.

 

Einnig voru tveir leikir í 1. deild karla, en þeim þriðja sem átti að vera var frestað vegna veðurs.

 

 

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild karla

Haukar 96 – 76 Keflavík

Þór Þ 92 – 95 Tindastóll 

 

1.deild karla

Breiðablik 132 – 51 Ármann

FSu – Höttur leik frestað vegna veðurs

Hamar 75 – 76 ÍA