Valur vann í kvöld góðan útisigur gegn ÍA.  Valsmenn hafa farið betur af stað í deildinni þetta tímabil og ljóst að þetta verður nokkur brekka fyrir ÍA í vetur en liðinu hefur gengið illa að stilla upp sínu besta fullskipaða liði og var engin undanteknig á í kvöld.
 
 
Gaman að segja frá því fyrir ÍA að Sigurður Rúnar Sigurðsson sem lék á árum áður með ÍA en hefur leikið undanfarin tvö tímabil með Val skipti yfir í ÍA fyrir leikinn.  
 

Einhvernvegin svona var leikurinn

Valsmenn mættu einbeittir til leik og náðu fljótt þægilegri forystu sem ÍA náði aldrei almennilega að saxa á.  ÍA fór þó með smá meðbyr inn í hálfleikinn eftir að Derek Shouse setti flautukörfu af frekar lögu færi þegar hálfleiksflautan gall.  Þetta virtist aðeins kveikja neista hjá heimamönnum en Valsmenn ákváðu að beita þriðji fyrir þriggja og skutu skagamenn í kaf með hverri 3ja stiga körfunni á fætur annari.  Lokatölur leiksins urðu 76-103.
 
 
Leikurinn vannst útaf því að
Gestirnir úr Hlíðunum voru einfaldlega heitari en heimamenn í kvöld.  Valur setti niður helmingi fleiri þrista en ÍA og skotnýtingin var einnig flott auk þess sem vítanýtingin Valsmegin var í lagi.  Það hefur alltaf farið þannig í körfunni að það lið sem setur niður fleiri skot vinnur og varð engin breyting á því í kvöld.
 
 
Aðal í kvöld
Tilnefningin "Aðal í kvöld" verður að fara til Austin Magnusar Bracey en strákurinn var með 25 stig í leiknum, þar af 5 þrista og bætti við 7 fráköstum og 5 stoðsendingum. Einnig gerðu Birgir, Illugi og Sigurður Dagur harða atlögu að Aðal hjá Val en hjá ÍA voru það Derek Shouse og Jón Orri sem gerðu tilkall til titilsins.
 
 
Tölfræðin 
Til að gera langa sögu stutta þá var Valur yfir á nánast öllum tölfræðiþáttum í kvöld og því má segja að þessi sigur hafi verið tölfræðilega sanngjarn.  Annars má nálgast frekari tölfræði leiksins her:   http://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Leikur?league_id=undefined&season_id=93701&game_id=3380925#mbt:6-400$t&0=1
 
 
 
Mynd: Jónas H. Ottósson
-Sigurður Rúnar skipti úr Val í ÍA aftur
Texti: HGH