Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. James Harden hefur greinilega ekki sleppt degi undanfarið við að taka Lýsi því hann landaði þriðju þrennunni sinni á tímabilinu í nótt með 26 stig, 12 fráköst og 14 stoðsendingar þegar Rockets skelltu Blazers 126-109.

Chicago Bulls unnu fjórða leikinn í röð með sigri á Utha og Minnesota lagði Philadelphia þrátt fyrir 35 stiga leik hjá hinum sjóðheita Andrew Wiggins í liði Philly.

Úrslit næturinnar:

Washington 119-112 New York
Miami 96-73 Milwaukee
Houston 126-109 Portland
Minnesota 110-86 Philadelphia
Utah 77-85 Chicago

Myndbönd

Þrenna Harden
 

Topp 5 tilþrif næturinnar