Í kvöld mættust Þór Þorlákshöfn og Stjarna í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Þetta var toppslagur og mikið undir.

 

Upphafið

Þórsarar mættu sterkir til leiks og greinilega ákveðnir í að gera stjörnuprýddu liði Stjörnunar erfitt fyrir. Vörn heimamanna var góð og Carberry olli usla í teig gestanna eins og hann er þekktur fyrir, og komust Þórsarar í 17-7 þegar að 3 mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Marvin Vald fékk dæmda á sig íþróttamannslega villu fyrir að slá í andlit Macjec, klaufavilla hjá þeim góða dreng. Við það settu heimamenn nítróið í gang og staðan i lok leikhlutans var 28-12

 

 

Verkfallið

Vörn heimamanna fór í samúðar verkfall með sjómönnum í byrjun  2. Leikhluta og Stjarnan saxaði niður muninn, Þórsarar gerðu klaufaleg mistök og tóku ótímabær skot. Það þarf ekki að bjóða Shouse og félögum það oftar en einusinni og þeir gripu tækifærið og settu skotin.Staðan þegar að liðin gengu til búningsherbergja var 43-45 fyrir Stjörnunni.

 

 

Rönnið

Stjörnumenn voru undir með 14 stigum eftir fyrsta leikhluta, en náðu að snúa leiknum sér í vil og voru komnir með 14 stiga forustu þegar að 5 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Heimamenn virkuðu soft, hreinlega ekki líkir liðinu sem rúllaði upp fyrsta leikhluta.

 

 

Gæjinn

Hlynur Bæringsson var rosalegur í þessum leik og skoraði 24 stig tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Arnþór Freyr var líka á eldi fyrir utan og skoraði 20 stig og var með 75% þriggja stiga nýtingu geri aðrir betur!

 

Stjörnu menn gerðu vel í þessum leik eftir afleita byrjun og sýndu það að þeir ætla sér stóra hluti í vetur. Þeir komust betur inn í leikinn eftir því sem leið á hann og geirnegldu þetta í fjórða leikhluta þar sem lokatölur urðu 77-94.

 

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun / Rúnar Gunn