Öllum leikjum er lokið í fyrstu umferðum í Maltbikar karla og kvenna. Margir skemmtilegir leikir fóru fram og er nú ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð bikarsins.
Sextán lið eru eftir í Maltbikar karla en þar af eru níu úr Dominos deildunum. Fjögur eru úr fyrstu deild auk þess sem tvö B-lið geta mætt stærri liðum. Njarðvík B komst lengra en Njarðvík A þetta árið en Njarðvík mætti einmitt grönnum sínum í Keflavík í hörku leik.
Í Maltbikar kvenna eru átta lið eftir en fjögur sátu eftir í síðustu umferð. Sex þeirra eru úr Dominos deildinni en auk þess er KR og Breiðablik úr 1. deildinni.
Öll liðin sem eftir eru má sjá hér að neðan: Dregið verður í næstu umferð í dag (8. nóvember) kl 12:45 og verður Karfan.is með beina lýsingu á Twitter.
16. lið í Maltbikar karla:
Höttur
Valur
Skallagrímur
Keflavík
Haukar
ÍR
Grindavík
Fjölnir
KR
Tindastóll
Haukar b
Þór Ak
Sindri
Njarðvík b
FSu
Þór Þ.
Átta lið í Maltbikar kvenna:
Grindavík
Snæfell
Skallagrímur
Breiðablik
Stjarnan
Haukar
Keflavík
KR