Podcast Karfan.is er komin í loftið hjá Alvarpinu, en það er rás sem er innan vefsíðu Nútímans

 

Nú fer 1/4 af tímabilinu í NBA deildinni bráðum að fara að verða búið. Því kannski bráðlega marktækt hvernig liðin stilla sér upp í deildinni. Hverjir eru að koma á óvart? Hverjum búumst við við meira af?

Einnig er spjallað um hver líti út fyrir að ætla að verða verðmætasti leikmaður þessa árs, hverjir séu á leiðinni í sinn fyrsta stjörnuleik, hver sé besta körfuboltakvikmynd allra tíma og margt, margt fleira.

Umsjónarmenn: Ólafur Þór Jónsson, Davíð Eldur Baldursson og Sigurður Orri Kristjánsson