NBA Podcast Karfan.is er komin í loftið hjá Alvarpinu, en það er rás sem er innan vefsíðu Nútímans

 

Hérna er fyrsti almenni þáttur vetrarins frá Karfan.is um NBA deildina. Í þættinum er farið yfir nokkur mál sem að brenna á mönnum í byrjun leiktíðar. Hver er besti nýliðinn? Hverjir hafa komið mest á óvart? Hverjir eru að valda vonbrigðum? sem og klassískar spurningar eins og hver sé besti leikmaður deildarinnar frá síðustu aldamótum?
 
 
Einnig er farið yfir nýútgefna kraftröðun karfan.is fyrir lið deildarinnar, en þar er farið yfir öll lið deildarinnar og möguleika þeirra í vetur.

 

Umsjónarmenn eru Ólafur Þór Jónsson, Davíð Eldur Baldursson og Sigurður Orri Kristjánsson.

 

Hérna er þáttur Domonos deildar Podcast Karfan.is

Hérna er þáttur um Austurströnd NBA deildarinnar

Hérna er þáttur um Vesturströnd NBA deildarinnar