Podcast Karfan.is er komin í loftið hjá Alvarpinu, en það er rás sem er innan vefsíðu Nútímans

 

Dominos deild kvenna rúllar nú aftur eftir frækin sigur landsliðsins á Portúgal, kynslóðabreytingin í liðinu og framtíð þess er rædd í podcasti vikunnar. Hinir svokölluðu sérfræðingar komu enn einu sinni hrikalega illa út úr vikulegri spá sinni en reyna nú að klóra í bakkann. 

 

Það dugar ekkert minna en fyrrum landsliðsþjálfara, sjónvarpslýsanda, þjálfara og íþróttafræðing til að ræða málin þessa vikuna. Gestur þáttarins er Ágúst Björgvinsson núverandi þjálfari Vals sem á að baki nokkra titla sem þjálfari og þekkir leikinn betur en margir. 

 

Umsjón: Ólafur Þór Jónsson og Davíð Eldur 

 

Efnisyfirlit:

00:33 – Ferill Ágústs 

15:45 – A-landslið kvenna

22:30 – Sigurvegarar og taparar

39:00 – Spurningakönnun

1:16:30 – Spá fyrir næstu umferð í Dominos deild kvenna

1:24:30 – Spá fyrir næstu umferð í Dominos deild karla

 

 

Þáttur #10 – Podcast Karfan.is:

 

Hérna er þáttur #1 – Farið yfir komandi tímabil í Dominos deild karla með Jóni Birni Ólafssyni

Hérna er þáttur #2 – Farið yfir komandi tímabil í Dominos deild kvenna með Bryndísi Gunnlaugsdóttur

Hérna er þáttur #3 – Farið yfir fyrstu umferðirnar í Dominos deildunum með Herði Tulinius

Hérna er þáttur #4 – Farið yfir umferðir í Dominos deildunum með Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur

Hérna er þáttur #5 – Farið yfir byrjunina í Dominos deildunum með Herði Unnsteinssyni

Hérna er þáttur #6 – Farið yfir umferðirnar í Dominos deildunum og spjallað við Magnús Þór Gunnarsson

Hérna er þáttur #7 – Farið yfir umferðirnar í Dominos deildunum með Elínu Láru Reynisdóttur

Hérna er þáttur #8 – Farið yfir landsleiki, Dominos deildirnar og spjallað við Helenu Sverrisdóttur

Hérna er þáttur #9 – Farið yfir landsleiki, Dominos og 1. deildirnar með Birni Steinari Brynjólfssyni