Fjórir leikir fara fram í Dominos deild karla í kvöld. Helsta ber þar að nefna rimmu Íslandsmeistara KR og nýliða Þórs frá Akureyri. KR tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu fyrir Þór frá Þorlákshöfn (ef ekki er talinn með leikurinn sem að KR tapaði fyrir sama liði í meisturum meistaranna) í síðustu umferð á meðan að Þór frá Akureyri eru búnir að vinna sína leiki í síðustu tveimur umferðum, fyrst gegn Grindavík og nú síðast gegn Haukum. Spurningin er hvort að nafnið Þór færi Akureyrarliðinu sigur í DHL höllinni í kvöld líkt og það hefur gert nöfnum þeirra úr Þorlákshöfn í tvígang í vetur?

 

Leikir dagsins:

Tindastóll Snæfell – kl. 19:15 í beinni útsendingu Tindastóll Tv

Skallagrímur Keflavík – kl. 19:15

Grindavík Njarðvík – kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

KR Þór Akureyri – kl.19:15 í beinni útsendingu KR Tv