Eins og glöggir vita hefur Jón Arnór Stefánsson enn ekki leikið með KR í Domino´s-deildinni en nýjasta samfélagsmiðlafærsla kappans gefur til kynna að nú þurfi körfuknattleiksunnendur og þá aðallega KR-ingar ekki að bíða mikið lengur.

Jón bauð upp á eftirfarandi færslu í morgunsárið á samfélagsmiðlum: „Styttist í kombakk! #nike @krkarfa @nikeisland“ – og meðfylgjandi var þessi mynd fréttarinnar af kappanum í Spörtu að taka á því.

Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR sagði í snörpu samtali við Karfan.is í morgun að hæpið væri að Jón næði leik fyrir jól en ekkert væri þó útilokað í stöðunni. „Það eru rúmar tvær vikur síðan hann fór í aðgerðina en þetta var speglun á hné, verið að hreinsa til og lagfæra,“ sagði Finnur.