Dregið verður í riðla á morgun fyrir lokamót EuroBasket 2017, en þar mun Ísland leika í riðli með heimamönnum í Finnlandi. Drátturinn fer fram í Istanbúl í Tyrklandi og verða fulltrúar KKÍ viðstaddir ásamt fulltrúum allra landanna 24 sem taka þátt á EM. Hefð er fyrir því að það land sem mun hýsa úrslitakeppnina sjái um dráttinn en slíkt var gert í Frakklandi fyrir árið 2015.

 

Nokkrar þjóðanna hafa gert með sér samkomulag um að leika saman og geta því ekki dregist með Íslandi í riðil.  

Finnland og Ísland
Ísrael og Litháen
Rúmenía og Ungverjaland
Tyrkland og Rússland

Annars er dregið í riðlana samkvæmt eftirfarandi styrkleikalista.

 

1. stykleikaflokkur: Spánn, Frakkland eða Serbía
2. stykleikaflokkur: Grikkland, Ítalía, Tékkland eða Lettland
3. stykleikaflokkur: (Finnland nú þegar ákveðið)
4. stykleikaflokkur: Slóvenía eða Georgía
5. stykleikaflokkur: Þýskaland, Belgía, Pólland eða Svartfjallaland
6.. stykleikaflokkur: (Ísland)

 

Hægt verður að fylgjast með drættinum beint kl. 14:00 á ruv.is.