Heil umferð fór fram í Dominos deild kvenna í kvöld. Mikið var um áhugaverðar viðureignir. Hæst ber að nefna úrslitin í toppslag Keflavíkur og Snæfells. Þar sigraði Snæfell með 72 gegn 68 stigum Keflavíkur í kaflaskiptum leik. Því er allt komið í hnút aftur við topp deildarinnar þar sem að Skallagrímur, Keflavík og Snæfell deila efsta sætinu.

 

Hérna er staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins:

 

 Stjarnan 67 – 59 Grindavík 

 Snæfell 72 – 68 Keflavík 

 Valur 68 – 87 Skallagrímur 

 Njarðvík 99 – 71 Haukar