Einn leikur fór fram í Maltbikarkeppni kvenna í dag er Dominos deildar lið Stjörnunnar mætti 1. deildar liðið Þórs frá Akureyri.

 

Þór Ak byrjaði betur og var yfir eftir fyrsta leikhluta. Stjarnan vann sig þó hægt og rólega í leikinn. Frábær þriðji leikhluti gerði svo útum leikinn og gæði Stjörnunnar skein í gegn.

 

Danielle Rodriquez skellti í eina þrefalda tvennu í leiknum og gældi meira að segja við fernuna. Hún endaði með 39 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar og 7 stolna bolta.

 

Í Maltbikarkeppni karla fóru fram þrír leikir í dag. FSu lagði Grundarfjörð að velli með 13 stigum og Sindri er komið í 16 liða úrslit eftir öruggan sigur á Leikni R.

 

Einnig fór fram leikur Njarðvíkur B og Íþróttafélags Breiðholts þar sem Njarðvík hafði sigur 99-65.