Snjólfur Marel Stefánsson verður ekki með Njarðvík í kvöld gegn Haukum í Domino´s-deild karla. Snjólfur er meiddur og líklega eru það meiðsli í liðþófa sem hrjá kappann. Snjólfur er mikill þjarkur og veðrur sjónarsviptir af honum næstu vikurnar segir í tilkynningu á Facebook-síðu UMFN í dag.

Á Facebook-síðu UMFN segir ennfremur:

Þá er miðherjinn Jón Sverrisson enn fjarri góðu gamni og frá fram að áramótum hið minnsta og hið sama gildir fyrir Odd Kristjánsson. Vegna anna í vinnu er svo óvíst hvernig málum verði háttað hjá Hirti Hrafni Einarssyni. Hann verður ekki með liðinu á næstunni og ekki útséð með hvernig framhaldið verður þar.

Jóhann Árni Ólafsson hefur verið tæpur upp á síðkastið vegna meiðsla í mjöðm en góðu fréttirnar eru þær að Adam Eiður Ásgeirsson er að ná sér betur og betur eftir handarbrotið í sumar og Jeremy Atkinson mættur aftur í slaginn með liðinu.

Mynd/ nonni@karfan.is – Snjólfur í leik með Njarðvík gegn Skallagrím fyrr á tímabilinu.