Það hafa verið skemmtilegir vesturlandsslagir í karladeildinni en nú er komið að þessari baráttu í kvennadeildinni og erum að sjálfsögðu að tala um Snæfell og Skallagrím sem mættust í Stykkishólmi í öðrum leik sínum í vetur en sá fyrri hafði fallið Skallagrími í skaut 72-57. Hins vegar var annað upp á teningnum þetta kvöldið.

 

 

Kjarni málsins í örfáum.

Snæfell komust strax í bílstjórasætið 6-0 brenndar af fyrri viðureign og stjórnuðu leiknum 15-2 á meðan gestirnir hittu illa úr auðveldum skotum og náðu ekki fráköstunum. Staðan eftir fyrsta fjórðung, 18-10. Leikar jöfnuðust og mesti sperringurinn var að ná lendingu en liðin spiluðu varnarleikinn fastar og það hægðist á sóknarleiknum. Snæfell hélt fast í forystuna og leiddu 38-33 í hálfleik eftir harða hríð Skallagríms undir lok annars fjórðungs þar sem Tavelyn Tillman fór mikinn og var komin með 20 stig og 4 af 5 þristum niður. Fast var spilað og leikurin sveiflaðist létt í þriðja fjórðung og heimastúlkur héldu forystu 53-49. Fjórði leikhluti var eign Snæfells sem gaf þeim sigur í leiknum

 

Hvar gerðist það?

Fyrst gerðist það í fyrsta fjórðung að Snæfell settist í bílstjórasætið og gáfu tóninn en leikurinn var langt í frá búinn þar og hafði Snæfell ekki nema 4 stiga forystu fyrir fjórða hluta. Það var þá sem það gerðist að þær klipptu á naflastrenginn og bitu sig frá gestunum hægt og sígandi og voru komnar í 15 stiga forystu 70-55 á meðan Skallagrímur gátu lítið varist áganginum og komið cher inn í leikinn.

 

Hetjan.

Aaryn Ellenberg var án efa hetja Snæfells og setti niður afar góðar körfur þegar mest reið á. Hún endaði með 34 stig, 10 fráköst og 7 stolna bolta og smellti niður 6 af 8 þristum. Þess má þó geta að Gunnhildur Gunnars setti kápu yfir Tavelyn Tillman í seinni hálfleik sem skoraði einungis 4 stig þá en Gunnhildur stal einnig 8 boltum í leiknum og fær nokkur rokkstig fyrir það.

 

Tölfræðin telur.

Skallgrímur tók 47 fráköst en að nýta það til góðs var þeim erfitt þar sem 30% í skotum var ekki það sem þær voru að spila upp á 18 af 60 skotum. Snæfell stal 16 boltum og sennilega helmingnum í fjórða hluta og á móti var Skallgrímur að tapa boltanum 28 sinnum. Hjá Snæfelli, á eftir Aaryn, var Berglind Gunnarsdóttir með 18 stig og 5 fráköst og var spila mjög vel og Gunnhildur Gunnars var með 11 stig. Hjá Skallagrím endaði Tavelyn Tillman með 24 stig og 7 fráköst en Sigrún Sjöfn kom henni næst með 13 stig og 13 fráköst.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Umfjöllun / Símon B Hjaltalín

Mynd / Sumarliði  Ásgeirsson