Topp toppleikur

Topplið Dominosdeildar kvenna mætti í heimsókn til Snæfellinga í Stykkishólm sem eru í þriðja sæti deildarinnar og hafa frá því að tapa naumlega í síðasta leik án erlends leikmanns fengið til sín Aaryn Ellenberg. Ungt og virkilega gott lið Keflavíkur hafa látið mikið á sér bera og því var ekki annað í kortunum en spennandi leikur framundan.

 

Stiklað á stóru

Upphafstölur voru 3-3 en þá tók Snæfell stökk með Berglindi Gunnars fremsta í flokki sem skoraði 10 stig í röð fyrir sitt lið. Snæfell spiluðu sóknir sínar vel og fráköstuðu vel varnarlega sem skilaði þeim að leiða 22-8 eftir fyrsta hluta. Snæfell spilaði vörnina hátt og Keflavík þurftu að hlaupa mikið með og án bolta þar sem boltinn flaut vel Snæfellsmegin en staðan í hálfleik var 45-30 og Keflavík hafði saxað á.Berglind Gunnars var komin með 18 stig fyrir Snæfell og Dominique Hudson 9 fyrir Keflavík.

Um tíma var eins og slökk hefði verið á Snæfelli á meðan Keflavík seig hægt og bítandi voru að stela boltum af einstaklega bitlausri sókn Snæfells og refsuðu illa og staðan 49-49 í hálfleik. Keflavík hættu ekki það sem eftir lifði leiks að hamast en Snæfell héldu velli þó,með naumindum, og höfðu sigur 72-68

 

Þáttaskil – Þáttaskil

Það má impra tvennum þáttaskilum sem voru í leiknum. Annars vegar fyrsti hluti Berglindar og fyrri hálfleikur Snæfells sem má segja að hafi bjargað því sem bjargað varð en það sem að sem gaf Snæfelli sigurinn undir lokin var kannski reynslan að fara ekki alveg á taugum þótt ansi byrlega hafi blásið á móti. Hins vegar þriðji leikhluti Keflavíkur sem þær unnu 4-19 og hefði getað verið það sem skóp sigur þeirra með æðislegri vinnslu og hörkuleik.

 

Já hver er hetjan?

Berglind Gunnars var án efa vítamínsprautan í liði Snæfells þegar hún setti 10-0 á Keflavík í byrjun og var komin með 18 stig og 6 fráköst og átti einfaldlega frábæran leik sem smitaðist samherjana í fyrri hálfleik þó eitthvað hafi gleðin horfið í þriðja leikhluta hjá Snæfelli. Það má svo sannarlega gefa Keflavíkurvélinni stórt „læk“ á seinni hálfleikinn, þvílík barátta þar sem þær stálu boltum trekk í trekk, refsuðu hvað eftir annað og Snæfell sá vart til sólar og þær fá góðan hluta af hetjukökunni í kvöld.

 

Tölfræðin lýgur sjaldnast.

Það er morgunljóst að 88 % vítanýting Snæfells hafi bjargað mörgu undir lok leiks 15/17 því liðin voru nánast sammála um flest annað, tapaða bolta sem voru 20/24, stolna bolta sem voru 19/17 og fráköst 42/40. Snæfell vann fyrsta hluta 22-8 á meðan Keflavík vann þriðja hluta 19-4 og brúaði bilið. Hjá Snæfelli endaði Aaryn Ellenberg með 26 stig og 7 fráköst og Berglind Gunnarsdóttir 17 stig og 8 fráköst. Erna Hákonardóttir kom sterk inn í leik Keflavíkur og var með 16 stig en henn inæst kom Dominique Hudson með 15 stig og 10 fráköst.

 

Tölfræði leiks

 

Myndasafn

 

 

Umfjöllun / Símon B. Hjaltalín

Mynd / Sumarliði Ásgeirsson