Tindastóll sigraði Snæfell með 100 stigum gegn 57 í 6. umferð Dominos deildarinnar. Eftir leikinn er Tindastóll því í 5. sæti deildarinnar á meðan að Snæfell er enn án sigurs í vetur, neðstir, í 12. sæti.

 

 

Leikur kattarins að músinni

Eins og svo margir leikir Snæfells í vetur var þarna við ofurefli að etja fyrir þá. Strax í fyrsta leikhluta var munurinn kominn í 13 stig, 26-10. Svo þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan komin í 49-21. 

 

Smá líf í seinni hálfleik

Í þriðja leikhlutanum náði Snæfell að setja aðeins fleiri stig á töfluna. Skoruðu jafn mikið í 3. hlutanum og þeir höfðu gert allan fyrri hálfleikinn. Töpuðu leikhlutanum þó 25-21 og munurinn því 31 stig fyrir lokleikhlutann.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Lið Tindastóls var með 48% (12/25) nýtingu í þriggja stiga skotum í leiknum á meðan lið Snæfells skaut aðeins 17% (4/23)

 

Hetjan

Framlagshæsti leikmaður Tindastóls í leiknum var annar erlendra leikmanna þeirra, Mamadou Samb, en hann skoraði 24 stig og tók 8 fráköst á þeim 24 mínútum sem að hann spilaði í leiknum.

 

Tölfræði leiks

 

Mynd / Hjalti Árna