Skallagrímur vann slaginn um vesturlandið gegn Snæfell í kvöld eftir rosalegan leik. 

 

Skallagrímur hafði yfirhöndina framan af leik en frábær endasprettur Snæfels kom þeim í góða stöðu undir lok leiksins. Frábær karfa Sigtryggs Arnars undir lok leiksins kom honum hinsvegar í framlengingu. Erlendir leikmenn liðanna voru báðir komnir með útilokun vegna fimm villna fyrir framlenginguna. 

 

Framlengingin var mjög jöfn þar sem liðin skiptust á að koma með mikilvægar körfur og voru þeir André Michelsson og umræddur Sigtryggur Arnar mikilvægir. Liðunum mistókst að knýja fram sigur í framlengingu og þurfti þvi að framlengja aftur. 

 

Í seinni framlengingunni hafði Skallagrímur og löngum leik lauk með gulum sigri eftir frábæran leik í Stykkishólmi. 

 

Nánari umfjöllun og myndir úr þessum svakalega leik er væntanlegt… 

Dominos deildin: 

Snæfell 112-115 Skallagrímur

 

 

Snæfell-Skallagrímur 112-115 (23-24, 12-23, 27-22, 31-24, 11-11, 8-11)

Snæfell: Andrée Fares Michelsson 34/5 fráköst, Sefton Barrett 31/11 fráköst/5 stolnir, Geir Elías Úlfur Helgason 12, Árni Elmar Hrafnsson 9/5 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 8, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Maciej Klimaszewski 4, Andri Þór Hinriksson 0, Aron Ingi Hinriksson 0, Rúnar Þór Ragnarsson 0, Jón Páll Gunnarsson 0.

Skallagrímur: Flenard Whitfield 42/11 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 27/8 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/6 fráköst, Darrell Flake 12/7 fráköst/5 stolnir, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/6 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 4, Davíð Ásgeirsson 3, Davíð Guðmundsson 3, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0, Kristján Örn Ómarsson 0, Kristófer Gíslason 0/5 fráköst, Arnar Smári Bjarnason 0.