Stjörnumenn tóku á móti Tindastóli í Domino’s deild karla í kvöld. Fyrir leikinn höfðu heimamenn fullt hús stiga á toppi deildarinnar, en Tindastóll hafði unnið 4 leiki og tapað tveimur. Nýlega skiptu Stólarnir hins vegar út tveimur leikmönnum auk þjálfarans og var nýr erlendur leikmaður, Antonio Hester, mættur í stað fyrir Senegalana Samb og Seck. Þessar breytingar virðast gefa góð fyrirheit því Skagfirðingar gerðu sér lítið fyrir og unnu frábæran 8 stiga sigur á Garðbæingum, 83-91.

 

 

 

Lykillinn

Stólarnir héldu Stjörnumönnum fyrir aftan sig nánast allan leikinn ef frá eru taldar nokkrar mínútur í þriðja leikhluta þar sem Garðbæingar virtust ætla að halda uppteknum hætti og keyra fram úr andstæðingnum. Gestirnir gerðu hins vegar frábærlega í að halda haus þegar Stjörnumenn hófu sitt áhlaup og settu niður mjög stór skot þegar á reyndi.

Hetjan

Tveir menn fá að deila þessum titli í kvöld, þeir Antonio Hester og Pétur Rúnar Birgisson hjá Tindastóli. Hester kom mjög flottur inn í  leik Tindastóls og var erfiður viðureignar undir körfunni, með 28 stig og 13 fráköst. Pétur Rúnar stjórnaði sínu liði eins og herforingi eins og hans er von og vísa og lauk leik með 20 stig og 11 stoðsendingar.

Byrjunarörðugleikar

Stjörnumenn virðast eiga erfitt með að byrja leiki og var engin undantekning þar á í kvöld, en Tindastóll leiddi með 9 stigum eftir fyrsta fjórðung. Áhyggjuefni fyrir Garðbæinga, en þeir náðu ekki að grafa sig að fullu upp úr þeirri holu í kvöld. Justin Shouse var atkvæðamestur heimamanna með 29 stig, en Tómas H. Tómasson skoraði 18.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Umfjöllun, viðtöl / Elías Karl Guðmundsson

 

Viðtöl: