Arnar Guðjónsson og Axel Kárason máttu fella sig við erfiðan ósigur í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar Svendborg lá 78-72 á útivelli gegn SISU sem liggur við botn dönsku úrvalsdeildarinnar.

Fyrir leikinn í gær var SISU í næst neðsta sæti deildarinnar með 2 stig en Svendborg í 4. sæti með 10 stig. 

Axel var ekki í byrjunarliði Svendborg í gær en hann skilaði 25 mínútum, skoraði 14 stig og tók 1 frákast. Axel var 4-4 í teignum og 2-5 í þristum en hann hefur verið með 5,9 stig og 3,7 fráköst þessa fyrstu níu leik tímabilsins með Svendborg. 

Næsti leikur Svendborg í dönsku úrvalsdeildinni er þann 21. nóvember næstkomandi þegar topplið Horsens mætir í heimsókn en Horsens hefur unnið alla sjö leiki sína til þessa í deildinni.