Komið hefur í ljós að sigurkarfa Lewis Clinch Jr. í 32 liða úrslitum Maltbikarkeppninnar hefði aldrei átt að standa. Samkvæmt myndandi sem að RÚV var að birta sést greinilega hvernig Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, stígur útaf vellinum áður en að hann gefur stoðsendinguna á Clinch til þess að klára leikinn. Uppi varð fótur og fit þegar að atvikið átti sér stað og verður það að teljast réttilega í ljósi þessara sönnunargagna sem nú hafa komið í ljós.

 

Leikurinn verður þó ekki leikinn aftur eða nokkur dómur felldur í málinu. Grindavík er komið í 16 liða úrslitin þetta árið á kostnað Stjörnunnar.