Landsliðsmennirnir Ragnar Nathanaelsson og Ægir Þór Steinarsson lönduðu báðir sigrum um helgina með liðum sínum í LEB Gold deildinni á Spáni. 

11. nóvember
Burgos 69-67 Marin

Naumur sigur hjá Ægi Þór og félögum gegn Marin. Ægir var í byrjunarliðinu og skoraði 4 stig á 23 mínútum. Þá var hann einnig með 2 fráköst og 4 stoðsendingar. Burgos er í 10. sæti, einu sæti ofar en Cacers en Burgos hefur leikið einum leik meira, með 4 sigra og 5 tapleiki.

13. nóvember 
Caceres 88-84 Couruna

Ragnar Ágúst Nathanaelsson kom inn af bekknum í liði Caceres og gerði 2 stig á 10 mínútum. Þá var hann einnig með 2 fráköst og 1 stoðsendingu. Eftir sigurinn er Caceres í 11. sæti í LEB Gold deildinni með 3 sigra og 5 tapleiki.

Staðan í LEB Gold deildinni
 

LEB Gold Standings
 1. Forca Lleida 7-2 
 2. Gipuzkoa GBC 7-2 
 3. Coruna 7-2 
 4. Breogan 7-2 
 5. Palencia 6-3 
 6. Araberri 6-3 
 7. Oviedo 6-3 
 8. Ourense 5-4 
 9. Palma 5-4 
 10. Burgos 4-5 
 11. Caceres 3-5 
 12. Marin 3-6 
 13. Prat 3-6 
 14. Huesca 3-6 
 15. Melilla 3-6 
 16. Castello 2-6 
 17. FC Barcelona II 2-7 
 18. CB Clavijo 1-8 
 
  •