Sigmundur Már Herbertsson dæmir í kvöld leik Luleå Basket og Udominate í FIBA EuroCup kvenna. Leikurinn er í H-riðli keppninnar og eru bæði liðin sænsk, í síðustu viku var Leifur S. Garðarsson á ferðinni og dæmdi heimaleik hjá báðum liðum. www.kki.is greinir frá.

Bæði liðin hafa tapað tveim fyrstu leikjum sínum.

Meðdómarar Sigmundar er kvöld eru Ilya Putenko frá Rússlandi og Per-Kristian Larsen frá Noregi. Eftirlitsmaður er Eugeniusz Kuglarz frá Póllandi.