Snæfellingar fengu Stjörnumenn í heimsókn og var sennilega spenningur í heimafólki þar að sjá Hlyn Bæringsson í öðrum búning á parketinu þar.

 

 

 

Mjög stuttlega.

Heimamenn byrjuðu þokkalega og litu vel út en dugði skammt gegn sterkum Stjörnumönnum sem hreinlega yfirkeyrðu Snæfell allan leikinn. Staðan 16-19 eftir fyrsta hluta og 24-48 í hálfleik. Ógöngur Snæfells var ekki lokið því það var sama hver kom inn á hjá Stjörnunni það jókst einfaldlega munurin og gestirnir geystust áfram á miklu stökki og 59 stiga sigur þeirra 51-110 næstum því lygileg en staðreynd.

 

Þáttaskil.

Þrátt fyrir að Snæfell væru að gera sér þetta að leik í fyrsta hluta með góðri baráttu að jafnvægi hafi komist á leik Stjörnumanna sem undir lok fyrsta fjórðungs fengu Justin Shouse inná en hann virtist koma skikk á sóknarleikin og menn hertu sig varnarlega. Þegar þeir svo komust yfir 16-18 og leiddu eftir fyrsta fjórung 16-19 var eins og Snæfellingar misstu trúnna og fóru að einbeita sér meira að sínum eigin raunum gegn dómum sem féllu þeim ekki í hag. Sefton Barret var komin út af með 5 villur og var langt í frá sáttur en mikils pirring gagnvart dómum sem féllu í leiknum gætti á meðal heimamanna. Staðan í hálfleik var svo orðin 24-48 fyrir Stjörnuna. Þarna voru Stjörnumenn komnir með allar hendur á stýrið í leiknum og litu ekki einu sinn í baksýnisspegilinn.

 

Hetja eða….of stór biti?

Það er vandasamt að velja hetju leiks þar sem svona munur var á liðunum en í liði Stjörnunnar má nefna Justin sem kveikti í mönnum og líður vel á gólfinu í Hólminum. Annars voru gestirnir að yfirspila heimamenn með öllu og lokatölur segja allt sem segja þarf.

 

Þarf að rýna í tölur?

Með 59 stiga leik er varla hægt að segja nokkuð um tölfræðina og hvað hún var að gera sérstaklega fyrir liðin sem virðist borðleggjandi. Skotnýting 25% Snæfells gegn 54% Stjörnunnar og í þristum 9% 2/22 gegn 54%. Í liði Snæfells var Viktor Marinó með 12 stig en hjá Stjörnunni endaði Eystinn Bjarni með 14 stig.

 

Tölfræði leiks

Myndir

 

 

Umfjöllun / Símon B. Hjaltalín

Mynd / Sumarliði Ásgeirsson