Quincy Hankins-Cole hefur fengið leikheimild með ÍR og mun að öllum líkindum spila með liðinu út tímabilið. Þetta kemur fram á félagaskiptablaði KKÍ en hann fær leikheimild frá 21. nóvember. 

 

Cole er 26 ára miðherji/kraftframherji sem lék með Snæfell tímabilið 2011-2012 við góðan orðstýr. Hann var þá með 18,3 stig og 13 fráköst að meðaltali í leik og átti gott tímabil. 

 

Hann er úr Nebraska háskólanum en hefur meðal annars leikið í Ástralíu og Finnlandi frá dvöl sinni í Stykkishólmi. Cole er ætlað að fylla skarð Trey Hunter sem náði sér ekki á strik með ÍR liðinu. Auk þess missti liðið Stefán Karel út og þurfa því að sterkari leikmann undir körfuna. 

 

Cole átti eftirminnilega frammistöðu í troðslukeppninni 2012 og má sjá það hér á neðan: