Miðherjinn knái, Páll Kristinsson, mun ekki leika með félögum sínum í Njarðvík gegn Grindavík í kvöld. Páll ku vera í ferðalagi í Bandaríkjunum, þar sem að hann er að fylgjast með syni sínum spila körfuknattleik með háskólaliði Marist.