Leikmaður Snæfells, Pálína Gunnarsdóttir, verður ekki með sínu liði í toppslag kvöldsins gegn Skallagrím vegna veikinda. Pálína hefur verið með 8 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur og því líklegt að lið hennar eigi eftir að sakna krafta hennar. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.