Dregið var í riðlakeppni Eurobasket fyrri í dag og ljóst að Íslandi býður verðugt verkefni. Liðið lenti í riðli með Frakklandi, Grikklandi, Slóveníu, Frakklandi og Póllandi.
 
Dagsetningarnar eru eftirfarandi – Leikið er í Helsinki í Finnlandi:
 
Ísland – Grikklandi – 31. ágúst
Ísland – Pólland – 2. september
Ísland – Frakkland – 3. september
Ísland – Slóvenía – 5. september
Ísland – Finnland – 6. september
 
 
Rétt til að koma mönnum í smá stemmningu tókum við saman allra helstu upplýsingar um þessi lið s.s. þekktustu leikmenn og sögu liðanna:
 

 

Grikkland: 

 

Þjálfari: Fotios Katsikaris (þjálfað frá 2014)

Þekktir leikmenn: Giannis Antetokounmpo (Milwaukee Bucks), Thanasis Antetokounmpo (New York Knicks), Kosta Koufos (Sacramento Kings), 

Besti árangur á Eurobasket: Sigruðu árið 1987 og 2005 .

Árangur á Eurobasket 2015: Fimmta sæti – féll úr leik gegn Spáni í 8 liða úrslitum

 


 

 

Frakkland:

 

Þjálfari: Vincent Collet (þjálfað frá 2009)

Þekktir leikmenn: Rudy Gobert (Utah Jazz), Tony Parker (San Antonio Spurs), Nicolas Batum (Charlotte Hornets), Boris Diaw (Utah Jazz)

Besti árangur á Eurobasket: Sigruðu árið 2013.

Árangur á Eurobasket 2015: Bronsverðlaun eftir leik gegn Serbíu. 


 

 

Slóvenía:

 

Þjálfari: Igor Kokoškov (þjálfað frá 2015, einnig aðstoðarþjálfari Utah Jazz)

Þekktir leikmenn: Goran Dragic (Miami Heat), Zoran Dragic (Emporio Milano), Sasha Vujacic (New York Knicks), Beno Udrich (Detroit Pistons)

Besti árangur á Eurobasket: Fimmta sæti 2013

Árangur á Eurobasket 2015: 12 sæti – Féll úr leik gegn Lettlandi í 16 liða úrslitum


 

 

Finnland:

 

Þjálfari: Henrik Dettmann (þjálfað frá 2004)

Þekktir leikmenn: Petteri Koponen (Barcelona), Erik Murphy (SIG Strasbourg)

Besti árangur á Eurobasket: Sjötta sæti árið 1967

Árangur á Eurobasket 2015: 16 sæti – féll úr leik gegn Serbíu í 16 liða úrslitum


 

 

Pólland:

 

Þjálfari: Mike Taylor (þjálfað frá 2014)

Þekktir leikmenn: Marcin Gortat (Washington Wizards), Maciej Lampe (Shenzhen Leopards) Adam Waczy?ski (Unicaja Malaga)

Besti árangur á Eurobasket: Silfurverðlaun 1963

Árangur á Eurobasket 2015: 11 sæti – féll úr leik gegn Spáni í 16 liða úrslitum


 

Umfjöllun / Ólafur Þór Jónsosn

 

Mynd / Skúli B. Sigurðsson eftir leik gegn Tyrklandi á Eurobasket 2015