Eftir slakan leik í seinustu umferð komu Njarðvíkurstelpur mikið stemmdari til leiks en Haukar sem voru að komu úr góðum sigri á móti Stjörnunni í gærkvöldi og gerðu Haukastelpum erfitt fyrir með góðum varnarleik. Carmen Tyson átti frábæran leik með 49 stig – 18 fráköst – 8 stoðsendingar – 5 stolna og gerði Haukastelpum oft erfitt fyrir. Fyrri hálfleikur var algjör eign heimamanna sem leiddu með rúmlega 20 stigum í hálfleik.

 

Haukastelpur komu hinsvegar baráttuglaður út úr klefanum og byrjuðu mun betur og skoruðu 11 stig í röð og minnkuðu munin í 14 stig og öll stemmning þeirra megin en þá steig Björk Gunnarsdóttir upp og setti niður nokkur risa skot og kom muninum aftur upp rúmlega 20 stig og slökkti á vonarneista Haukastelpna. Michelle átti fínan leik fyrir gestana en hún skoraði 29 stig og tók 15 fráköst, einnig átti Rósa og Dýrfinna fína spretti. Hjá heimamönnum var áðurnefnd Carmen góð og Björk með flottan leik. Lokatölur 98-71 öruggur sigur Njarðvíkur.

 

Agnar Gunnarsson þjálfari Njarðvíkur var nokkuð sáttur í leiks lok. "Þetta var kannski okkar besti leikur ef á heildina er litið margar að skila góðum tölum til liðsins og baráttuandinn til fyrirmyndar eftir afhroð seinasta leiks. Allar stelpurnar að fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og margar að grípa það tækifæri þannig það er orðið erfitt fyrir þjálfaran að velja í lið. Er sáttur með hvernig við byrjuðum leikinn sterkt sem kom okkur í mjög góða stöðu en jafn óhress hvernig við byrjuðum seinnihálfleik og gáfum Haukastelpum smá bloðbragð og von, en náðum að standa í lappirnar í þessu áhlaupu þeirra og gefa aftur í og náðum þessu upp í 30 stig aftur og það er ég mjög sáttur með það sýnir karekter þegar illa gengur að ná að snúa blaðinu við. En að öllu þá erum við að safna okkur reynslu í hverjum leik og tökum allt það jákvæða og reynum að nota það til að byggja á framhaldið í þessari sterku deild."