Menn eru misjafnlega mikilvægir í sínum daglegu störfum þó allir séu þó nokkuð miklivægir.  Pálmar Ragnarsson hinsvegar má segja að sé mikilvægasti "leikmaður" körfuboltans þessi dægrin.  Pálmar Ragnarsson þjálfari hjá yngriflokkum í KR er að gera algerlega ómetanlega hluti fyrir klúbbinn og fyrir körfuknattleik í heild sinni. Þetta gerir hann með óhefðbundnum en um leið ótrúlega skemmtilegum þjálfunaraðferðum sínum. 

 

Nýjasta dæmi Pálmars er að ýta undir og minna þá stráka á sem hann þjálfar að stúlkurnar í íþróttinni séu alls ekki síðri né ómerkilegri en strákarnir.  Myndbandið hér að neðan segir allt sem segja þarf um þennan magnaða þjálfara sem KR hafa á sínum snærum. 

 

 

Við þessu má svo bæta að reglulega er Pálmar með fyrirlestra sem sem hann fer yfir jákvæða nálgun og félagsstarf íþróttaþjálfun barna. Hvernig má auka áhuga barna og bæta sjálfstraust.  Myndbandið hér að neðan má sjá Pálmar fara með fyrirlestur fyrir verkefnið Sýnum Karakter sem er átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum.