Valur mætti Snæfell á dögunum í 32 liða úrslitum Maltbikarsins. Valur hafði sigur nokkuð örugglega í leik þar sem lítið gekk upp hjá Snæfell.

 

Í liði Vals var leikmaður að nafni Urald King sem lék sinn fyrsta leik fyrir Val á tímabilinu. Hann lét mikið að sér kveða, var með 16 stig, 16 fráköst og spilaði afbragðsvarnarleik.

 

Auk þess hennti hann í þrjár svakalegar troðslur og meðal annars eina þar sem hann smellir Sefton Barret á plaggat. Myndband af þessum troðslum má finna hér að neðan en gaman verður að fylgjast með þessum leikmanni í 1. deildinni í vetur.