Martin Hermannsson er að gera það gott í frönsku B-deildinni en í kvöld tryggði hann sínum mönnum í Etoile Charleville sigurinn með flautukörfu. 

 

Körfuna bjó hann til sjálfur með frábærum töktum, staðan var jöfn fyrir sóknina og því sigur Charleville tryggður. Martin var með 18 stig, átta stoðsendingar og fimm fráköst á 40 mínútum en hann spilaði allar mínúturnar í dag.

 

Haukur Helgi lék ekki með Rouen í kvöld vegna meiðsla en hann hlaut höfuðhögg fyrir stuttu og er enn ekki kominn af stað aftur. Rouen tapaði 87-73 fyrir Roanne en Haukur Helgi og félagar eru í 16 sæti deildarinnar á meðan lið Martins er í öðru sæti. 

 

Myndband af sigurkörfunni og fagnaðarlátunum má sjá hér að neðan:

 

 

Mynd / David Henrot