Cleveland Cavaliers tapaði gegn Milwaukee Bucks 118-101 síðustu nótt þar sem Giannis Antetokounmpo fór hamförum með Bucks og var með 34 stig og 12 fráköst. 

 

Hjá Cleveland var Lebron James að vanda besti maður liðsins en hinn umtalaði JR Smith átti leik sem hann vill helst gleyma. Hann var með 6 stig og hitti illa fyrir utan þriggja stiga línuna, það sem meira er þá ákvað hann í fyrsta leikhluta að heilsa Jason Terry á bekk Bucks í miðjum leik. 

 

Á meðan losnaði Tony Snell aleinn og fékk sendingu á meðan Smith var vant við látinn að heilsa Terry. Tvo auðveld stig en það er fátt sem er jafn mikið JR Smith og þetta atvik. 

 

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan: 

 

 

 

Þegar JR var spurður um atvikið eftir leik voru viðbrögðin stórfyndin eins og sjá má hér að neðan:

 

 

Mynd/ Rocky Widner/NBAE – J.R. Smith.