Hallveig Jónsdóttir leikmaður íslenska landsliðsins og Vals átti frábæra innkomu í leiknum gegn Portúgal er hún setti sjö stig í röð. Stigin komu á innan við tveim mínútum og urðu til þess að íslenska liðið leiddi er liðin gengu til búningsklefa í hálfleik. 

 

Íslenska liðið vann svo frækin sigur á Portúgal 65-54 og tryggði sér þar með þriðja sæti E-riðils. Félagar okkar í Leikbrot voru á sjálfsögðu á staðnum og náðu þessu frábæra myndbandi af magnaðri innkomu Hallveigar. 

 

 

Mynd / Þorsteinn Eyþórsson