Hauk­ur Helgi Páls­son, landsliðsmaður í körfu­bolta, fékk þungt höfuðhögg í leik með liði sínu Rou­en í frönsku B-deild­inni fyr­ir tæp­um tveim­ur vik­um. Hann hef­ur ekki getað spilað né æft síðan þá, og þarf raun­ar að taka líf­inu afar ró­lega þar til hann hætt­ir að finna fyr­ir höfuðverk og öðrum af­leiðing­um heila­hrist­ings­ins sem hann fékk, í aðeins öðrum leikn­um fyr­ir sitt nýja fé­lag.

„Ég hélt að ég hefði bara nef­brotnað. Það blæddi mikið og ég vankaðist aðeins. Ég kláraði síðan leik­inn og mætti svo á æf­ingu tvo daga eft­ir þetta, en var alltaf með haus­verk og leið ekk­ert allt of vel. Ég fékk svo loks að hitta lækni og hann greindi þetta sem svo að ég hefði fengið heila­hrist­ing. Ég er bú­inn að vera með höfuðverk síðan og hef ekk­ert getað gert,“ sagði Hauk­ur við Morg­un­blaðið.

Nánar á mbl.is

Mynd/ Bára Dröfn